Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. september 2020 22:25 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira