Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 07:42 Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. AP Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08
Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent