Sum fyrirtæki verði að víkja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2020 12:37 Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræddi áhrif kórónuveirufaraldursins í Sprengisandi í morgun. Vísir Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira
Hinn kaldi veruleiki er sá að bankarnir þurfa að taka afstöðu til þess hvaða fyrirtæki verður hægt að aðstoða í gegnum kórónuveirukreppuna og hver ekki. Fyrir liggi að sum fyrirtæki þurfi að setja í þrot. Þetta segir Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. „Það góða við Covid-kreppuna er að það hefur ekkert skemmst. Það eru hótelin, vegakerfið, flugvellirnir og allt er hér til staðar. Ef Covid fer í burtu á morgun eru allar forsendur til þess að allt fari af stað aftur,“ sagði Gunnar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar segir stjórnvöld hafa tekist nokkuð vel á við faraldurinn en að nú þurfi bankarnir að íhuga næstu skref. „Núna þurfa bankarnir svolítið að fara að skoða það hvaða fyrirtæki þarf að afskrifa hjá eða lengja í. Ef þau eru með góð veð, eins og fasteignir, að þá er hægt að lengja í því um 12 til 18 mánuði og þegar við erum komin í gegnum þetta að þá ertu í rauninni að borga þetta lengur inn í framtíðina en atvinnutækin og hagkerfið er til staðar,“ sagði Gunnar. Sum fyrirtæki verði einfaldlega að víkja. „Það er hinn kaldi veruleiki og þá þarf svolítið að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki voru lífvænleg áður en Covid skall á og þeim verður kannski hjálpað svolítið í gengum þennan skafl. En hinum fyrirtækjunum, þó það sé hart að segja það, að þá náttúrlega einhver fyrirtæki sem verða að fara í þrot. Og ekki bara því þau hafa staðið illa heldur skekkir það alla samkeppni að hafa fyrirtæki sem eru kannski illa fjármögnuð, illa rekin, standa ekki undir því viðskiptamódeli sem þau hafa lagt af stað með. Og þá þurfa þau fyrirtæki, því miður, að víkja. En vonandi verður það minnihlutinn.“ Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Sjá meira