Fjallkóngur segir réttirnar skemmtilegri en jólin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. september 2020 12:17 Sauðfé hefur ekki fækkað í Biskupstungum í Bláskógabyggð en í Tungnaréttum voru um fimm þúsund fjár. Hér er „fljúgandi“ lamb að koma inn í almenninginn. Vísir/Magnús Hlynur Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum. Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur Tungnamanna, segir fjallferð og réttarstörf langskemmtilegasta tímann í sveitinni og miklu skemmtilegri en jólin. Fé er ekki að fækka í Biskupstungum ólíkt víðar annars staðar á landinu. Fjárréttum haustsins er að ljúka þessa dagana en það hefur verið mikil törn hjá bændum og búaliði að fara á fjall eftir fénu, koma því heim og mæta svo í réttir til að draga það í dilka og loks að reka það heim. Þá þarf að ákveða hvað lömb eiga að fara í sláturhús og hver þeirra fá að lifa. Allar réttir hafa verið óvenjulegar þetta haustið vegna kórónuveirunnar. Guðrún segir réttir hápunkt menningarlífsins í hverri sveit. „Já, þetta er skemmtilegasti tími ársins, það er bara þannig. Skemmtilegri en jólin. Ég reikna með að réttirnar næsta haust verði eðlilegar og það verður sjálfsagt eitthvað fleira fólk en já, já, þetta verður allt með hefðbundnu sniði að ári,“ segir Guðrún. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, fjallkóngur og sauðfjárbóndi á bænum Bræðratungu í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. En er fé að fækka í sveitinni? „Nei, ég held að það sé nokkuð stabílt núna. Það er ekki að heyra að menn séu að fækka eitthvað, þetta er bara búið að vera svipað í nokkur ár, sömu bæir með svipaðan fjárfjölda.“ En hvernig líst Tungnamönnum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er svo sem ekki góð, það er að mörgu leyti svolítið erfitt að eiga við þetta. Auðvitað þyrftum við að fá einhverjar hækkanir á afurðaverði. Það er hægt og sígandi verið að murka úr okkur lífið en það er lífsstíll að vera með fé eins og fyrir mig, sem er bara með nokkrar rollur, það er bara gaman að þessu,“ segir Brynjar Sigurðsson bóndi á Heiði. Söngurinn er aldrei langt undan þegar Tungnamenn eru annars vegar og hann klikkar aldrei í Tungnaréttum.
Bláskógabyggð Landbúnaður Réttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira