Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 10:29 Lúkasjenkó hefur verið við völd í Hvíta-Rússlandi frá 1994 og hefur verið nefndur „síðasti einræðisherra Evrópu“. AP/Maxim Guchek Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag. Engin tilkynning var send út um athöfnina en enn er deilt hart um úrslit kosninganna sem fóru fram í síðasta mánuði. Nokkur hundruð manns, þar á meðal embættismenn, þingmenn og fjölmiðlamenn, voru viðstödd athöfnina í höfuðborginni Minsk þegar Lúkasjenkó sór eið að stjórnarskránni, að sögn Belta-fréttastofunnar. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenkó við athöfnina. Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi sakar Lúkasjenkó um stórfelld kosningasvik í kosningunum sem fóru fram 9. ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum vann Lúkasjenkó stórsigur. Stjórn Lúkasjenkó hefur brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur á hinn bóginn verið Lúkasjenkó innan handar og sagst tilbúinn að senda rússneskar öryggissveitir til Hvíta-Rússlands til að bæla niður mótmælin. Anais Marin, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, að fleiri en tíu þúsund manns hefðu verið handteknir með ofbeldi í Hvíta-Rússlandi eftir kosningarnar. Fleiri en 500 tilkynningar um pyntingar hafi borist og þúsundir um að fólk hafi verið barið hrottalega, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32 Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. 14. september 2020 16:32
Kolesnikova ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs Stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova hefur verið ákærð á grundvelli öryggislaga fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. 16. september 2020 21:35