Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2020 18:31 Þórólfur Guðnason segir að um og yfir 100 manns hafi smitast á tveimur skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Meirihluti þeirra hafi greinst með hið svokallaða Frakkaafbrigði veirunnar. Vísir/Vilhelm Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21
Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent