Dreymir um að komast út á völl og spila handbolta að nýju Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Grétarsdóttir skrifa 16. september 2020 20:00 Hafdís fagnar í leik með Fram á síðustu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn og leikmaður fram í Olís-deild kvenna í handbolta, Hafdís Renötudóttir, hefur oft fengið skot í höfuðið. Í sumar fékk hún höfuðhögg sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Skömmu eftir að hún hóf æfingar að nýju fékk hún annað högg og hefur ekki enn náð sér. Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hina 23 ára gömlu Hafdísi í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. „Fyrsta höggið fæ ég á landsliðsæfingu í sumar og er frá í þrjár vikur. Svo fæ ég annað högg og í seinna skiptið var ég sjúklega hrædd, stressuð og fékk pirringskast yfir því að hafa fengið annað högg því nú var ég hrædd við boltann. Hrædd við að fá heilahristing. Það er hættulegt að fá högg á höfuðið. Sama hvort þetta sé bolti, líkamspartur eða hvað sem er,“ sagði Hafdís. Hafdís í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Mig langar að setja pressu á þjálfara að leyfa ekki leikmönnum að ákveða sjálfir hvort þeir verði áfram inn á eða ekki heldur taka þá út af og bíða eftir niðurstöðum hvort þeir hafi fengið heilahristing eða ekki.“ Bataferlið hefur verið langt og strangt. Hafdís er enn að fá einkenni en er þó á lokaskrefum bataferlisins eins og hún orðar það. „Ég ætla að sníða markmannshreyfingar mínar þannig að ég geti varið andlitið á mér og höfuðið,“ sagði Hafdís um hvernig þetta mun hafa áhrif á hana í framtíðinni. Að lokum ræðir Hafdís það að þurfa leggja skóna á hilluna alltof snemma líkt og margur markvörðurinn hefur þurft að gera undanfarin ár vegna höfuðmeiðsla. Hafdís hefur á ferli sínum leikið með Fram og Stjörnunni hér heima ásamt því að leika með SønderjyskE í Danmörku og HK Sola í Noregi. Alls hefur hún leikið 26 landsleiki fyrir íslenska A-landsliðið. Klippa: Vill ekki þurfa að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhögga
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Fram Sportpakkinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira