15 milljónir í bætur eftir furðulegt slys á tannlæknastofu Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 19:27 Atvikið átti sér stað á tannlæknastofu árið 2014. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira