„Alvarlegt brot“ á siðareglum að nafngreina Andreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 13:51 Skjáskot af frétt Fótbolta.net. Skjáskot Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Framkvæmdastjóri og ritstjórar Fótbolta.net brutu siðareglur Blaðamannafélags Íslands með því að nafngreina Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur leikmann Breiðabliks í frétt um að hún hefði greinst með kórónuveiruna. Brotið telst alvarlegt að mati siðanefndar. Andrea kom heim frá Bandaríkjunum 17. júní, spilaði leik með liði sínu daginn eftir og annan 23. júní. Eftir síðari leikinn greindist hún með kórónuveiruna en hafði verið einkennalaus fram að því. Þann 25. júní, tveimur dögum eftir síðari leikinn, birti Fótbolti.net frétt þar sem fram kemur að leikmaður Breiðabliks hafi greinst með veiruna og Íslandsmótið í knattspyrnu í uppnámi af þeim sökum. Andrea var nafngreind í fréttinni og mynd af henni einnig birt. Fleiri miðlar fjölluðu um málið í kjölfarið og nafngreindu Andreu með vísan til fréttar Fótbolta.net, þar á meðal Vísir. Fram kemur í úrskurði siðanefndar að kvartað hafi verið til Fótbolta.net strax sama dag og fréttin birtist og þess krafist að nafn Andreu og mynd yrðu strax afmáð úr fréttinni. Ekki hafi verið orðið við því af hálfu Fótbolta.net. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net.Vísir/vilhelm Málið var kært til siðanefndar fyrir hönd Andreu í júlí. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net og sá sem skrifaður er fyrir umræddri frétt, var kærður persónulega, auk þess sem Magnús Már Einarsson og Elvar Geir Magnússon ritstjórar voru kærðir fyrir hönd miðilsins. Í úrskurði sínum segir siðanefnd að hún telji meginatriði málsins vera þau að nafn Andreu var birt „í heimildarleysi“ ásamt mynd af henni og frá því greint að hún hafi verið sú smitaða. Ekki verði séð að „sérstök nauðsyn hafi borið til“ að upplýsa um nafn hennar og birta mynd af henni í tengslum við fréttaflutninginn. Það sé álit siðanefndar að þremenningarnir sem stóðu að fréttinni hafi brotið gegn siðareglum Blaðamannafélagsins með birtingu hennar. Þá teljist brotið alvarlegt. Nefndin segir jafnframt að ekki séu ákvæði í siðareglum um að önnur sjónarmið eigi að gilda ef viðfangsefni fréttar teljist opinber persóna. Sjónarmið sem að því lúta eigi þannig ekki við í málinu en verði þó metin blaðamönnunum til málsbóta við ákvörðun um eðli brotsins. Nafngreiningin kom mjög illa við Andreu. Hún lýsti því í samtali við Mbl í sumar að hún hefði brotnað saman þegar hún sá nafn sitt og mynd á forsíðu Fótbolta.net.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42