Samþykktu fjármögnun fjarskiptasæstrengs Sylvía Hall skrifar 11. september 2020 21:46 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að tryggja fjármögnun nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands, IRIS. Fjármögnunin er þó háð samþykki Alþingis, en stefnt er að því að taka nýja strenginn í gagnið fyrir lok árs 2022 og árið 2023 hið síðasta að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Áætlaður stofnkostnaður strengsins er um 50 milljónir evra, eða rúmlega átta milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Undirbúningur hófst í árslok 2018 með samningi fjarskiptasjóðs við Farice ehf. um fyrsta fasa verkefnisins. Síðan þá hefur verið unnið að margvíslegum undirbúningi, en ákvörðunin er sögð gera félaginu kleift að ræsa næsta fasa verkefnisins og ljúka samningum við helstu birgja. Stjórnarráðið Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir nauðsynlegt að ráðast í endurnýjun á kerfinu í ljósi þess að Farice-strengurinn sé kominn til ára sinna. „Að auki er skjót uppfærsla útlandasambanda jafnvel enn brýnni nú þegar samgöngur í heiminum eru takmarkaðar um ófyrirséðan tíma vegna Covid 19.“ Árið 2019 var samþykkt stefna fyrir fjarskipti fyrir tímabilið 2019 til 2033. Þar kemur fram að þrír virkir fjarskiptasæstrengir skuli tengja Ísland við Evrópu á hverjum tíma og eru öryggissjónarmið þar í fyrirrúmi. Þá hafi atvinnulífið jafnframt lagt þunga áherslu á að nýr fjarskiptasæstrengur verði lagður á næstu árum „og að hann verði að fullu fjármagnaður af ríkissjóði“ líkt og segir í tilkynningunnni. Írland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að tryggja fjármögnun nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands, IRIS. Fjármögnunin er þó háð samþykki Alþingis, en stefnt er að því að taka nýja strenginn í gagnið fyrir lok árs 2022 og árið 2023 hið síðasta að því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Áætlaður stofnkostnaður strengsins er um 50 milljónir evra, eða rúmlega átta milljarðar íslenskra króna á núverandi gengi. Undirbúningur hófst í árslok 2018 með samningi fjarskiptasjóðs við Farice ehf. um fyrsta fasa verkefnisins. Síðan þá hefur verið unnið að margvíslegum undirbúningi, en ákvörðunin er sögð gera félaginu kleift að ræsa næsta fasa verkefnisins og ljúka samningum við helstu birgja. Stjórnarráðið Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir nauðsynlegt að ráðast í endurnýjun á kerfinu í ljósi þess að Farice-strengurinn sé kominn til ára sinna. „Að auki er skjót uppfærsla útlandasambanda jafnvel enn brýnni nú þegar samgöngur í heiminum eru takmarkaðar um ófyrirséðan tíma vegna Covid 19.“ Árið 2019 var samþykkt stefna fyrir fjarskipti fyrir tímabilið 2019 til 2033. Þar kemur fram að þrír virkir fjarskiptasæstrengir skuli tengja Ísland við Evrópu á hverjum tíma og eru öryggissjónarmið þar í fyrirrúmi. Þá hafi atvinnulífið jafnframt lagt þunga áherslu á að nýr fjarskiptasæstrengur verði lagður á næstu árum „og að hann verði að fullu fjármagnaður af ríkissjóði“ líkt og segir í tilkynningunnni.
Írland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira