Forstjóri Rio Tinto hættir eftir umdeildar hellasprengingar Kristín Ólafsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 11. september 2020 06:26 Jean-Sebastien Jacques, fráfarandi forstjóri Rio Tinto. Getty/Scott Barbour/Stringer Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara. Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Forstjóri námurisans Rio Tinto, sem meðal annars rekur álver ISAL í Straumsvík, mun láta af störfum ásamt nokkrum öðrum háttsettum starfsmönnum fyrirtækisins vegna framgöngu Rio Tinto í Ástralíu. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að eyðileggja heilaga staði frumbyggja Ástralíu en í maí síðastliðnum voru tveir hellar í Pilbara í Vestur-Ástralíu sprengdir í loft upp. Það var gert þrátt fyrir áköf mótmæli frumbyggjasamfélagsins en hellarnir voru taldir með merkilegri stöðum í landinu með tilliti til fornleifarannsókna. Mannvistarleifar hafa fundist í hellunum sem bentu til þess að fólk hafi haft þar búsetu fyrir 46 þúsund árum. Undir hellunum var hinsvegar verðmætt járngrýti sem Rio Tinto ásældist og því var ákveðið að sprengja þá. Í morgun kom loks yfirlýsing frá stjórn Rio Tinto þar sem sagði að í ljósi mótmæla almennings og hluthafa hafi forstjóranum, Jean-Sébastien Jacques, verið gefinn kostur á að láta af störfum. Hann mun þó gegna stöðu forstjóra fram í mars á næsta ári, eða uns nýr forstjóri kemur til starfa. Rekstur Rio Tinto á Íslandi hefur verið þungur undanfarin ár. Endurskoðun hefur staðið yfir á starfseminni í Straumsvík og hefur ISAL sagst hafa lokun álversins til skoðunar. Þá er kjaradeila starfsmanna álversins við fyrirtækið komin á borð ríkissáttasemjara.
Ástralía Stóriðja Tengdar fréttir Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27 Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. 20. ágúst 2020 07:27
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent