Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2020 21:13 Bærinn Borgir í Kollavík stendur undir Viðarfjalli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009: Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2. Í strjálbýlli sveitum er sauðfjárbúskapur víðast hvar helsta undirstaða byggðar. Á norðausturhorni landsins, í Kollavík við vestanverðan Þistilfjörð, eru enn tveir bæir í byggð en á öðrum þeirra, Borgum, hafa hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir ákveðið að hætta með sauðfé. Vigdís og Eiríkur í Borgum eru að hætta sauðfjárbúskap.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við reiknum með að hætta með sauðfé í haust,“ segir Vigdís. „Fara bara meira í æðarfuglinn og silunginn, kannski,“ segir Eiríkur. „Sinna hlunnindum og kannski bara einhverri ævintýramennsku,“ segir Vigdís. Þau segja heilsufar spila inn í þessa ákvörðun en einnig sjá þau fram á það að geta ekki uppfyllt kröfur eftirlitsstofnunar um lagfæringar á fjárhúsunum. Þau segjast vera orðin gömul, hafi þessvegna ætlað að fækka en segja að þá sé betra að hætta áður en þau missi alveg tökin á búrekstrinum. Hjónin í Borgum treysta sér ekki til að verða við kröfum opinberra eftirlitsaðila um endurbætur á fjárhúsunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Borgir eru í hópi fimm sauðfjárbýla sem sóttu um til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í sumar um að fá beingreiðslur í þrjú ár til búháttabreytinga við það að hætta sauðfjárbúskap. Þau segja þetta raunar endanlega ákvörðun að hætta og stefna að því að farga öllu fé eftir smölun í haust. Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, Unnsteinn Snorrason, segir þungt hljóð í bændum um þessar mundir eftir nýjustu ákvörðun sláturleyfishafa um að hækka afurðaverð til bænda að meðaltali um sjö prósent. Bændur höfðu sjálfir krafist 28 prósenta hækkunar eftir verðfall síðustu ára. Unnsteinn óttast að fleiri bændur dragi saman og fækki fé. Það skýrist þó vart fyrr en í vetrarbyrjun hversu margir hætta. Kollavík er í Svalbarðshreppi milli Raufarhafnar og Þórshafnar.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En mun einhver taka við búinu af þeim Eiríki og Vigdísi í Kollavík? „Ekki eins og er,“ svarar Vigdís Þau halda þó í vonina um að eitt barnabarnið gæti haft áhuga. „Það er náttúrlega síður þegar búið er að skera kvótann niður og hætta,“ segir Eiríkur. „Það er bara margt annað til en sauðfé,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bændur á svæðinu eru afar stoltir af afurðum sínum, eins og fram kom í þessari frétt um Fjallalamb á Kópaskeri árið 2009:
Landbúnaður Byggðamál Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12