Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2020 14:49 Ferðamönnum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað verulega undanfarnar vikur eftir að seinni bylgja kórónuveirufaraldursins fór í gang með fylgjandi takmörkunum. Vísir/Vilhelm Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Hlutfall virkra smita á landamærunum hefur tífaldast undanfarnar vikur. Sóttvarnalæknir telur aukninguna mega rekja til þess vaxtar sem kórónuveirufaraldurinn sé í erlendis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi Embætti landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag. Þórólfur greindi frá því að hlutfall smitaðra á landamærunum væri nú um 0,3% sem svarar til um eins farþega af hverjum rúmlega þrjú hundruð. Hlutfallið var hins vegar 0,03% í júní og júlí. Þá sagði Þórólfur að rúmlega 60% þeirra sem greinast á landamærunum eigi lögheimili hér á landi. 24% þeirra sem greinast á landamærum séu íslenskir ríkisborgarar en restin mjög dreifð eftir ríkisföngum. Hann hyggst í dag senda ráðherra tillögur um hvernig aðgerðum á landamærum skuli háttað. Hann vildi ekki fara nánar út í tillögur sínar á fundinum í dag og taldi réttara að ráðherra fengi að lesa þær fyrst. Farþegar sem koma til Íslands erlendis frá geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins. Börn fædd árið 2005 eða síðar eru undanþegin sýnatöku. Núverandi fyrirkomulag á landamærum gildir til 15. september. Þórólfur minnti á að hann teldi ekki ráðlagt að ráðast í tilslakanir innanlands og á landamærum á sama tíma. Breytingar innanlands er varða eins metra reglu og 200 manna samkomur tóku gildi á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira