Icelandair flýgur helming flugáætlunar ársins 2015 á næsta sumri Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2020 11:54 Eftir gríðarlega fjölgun farþega á undanförnum tíu árum gera áætlanir Icelandair fyrir næsta sumar ráð fyrir að einungis verði flogin um helmingur þess flugs sem flogið var sumarið 2015. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstri félagsins vegna kórónuveirufaraldursins dragist ekki á langinn. Félagið reikni með að byggja leiðarkerfið hægt upp frá næsta vori og næsta sumar verði ekki flogið nema tæplega helmingur þess sem gert var árið 2015. Hluthafafundur Icelandair Group gaf stjórn félagsins heimild í gær til að auka hlutafé Icelandair um allt að 23 milljarða og áskrift til hluthafa um allt að 5,7 milljarða á næstu tveimur árum að auki. Hlutafjárútboðið hefst á fimmtudag í næstu viku og lýkur í lok viðskipta á föstudag. Hluthafafundur Icelandair á hótel Nordica í gær samþykkti einróma að veita stjórn félagsins heimild til að afla allt að 23 milljarða í auknu hlutafé og allt að 5,7 milljarða að auki í áskrift til hluthafa á næstu tveimur árum.Vísir/Sigurjón Eitt af skilyrðum Alþingis fyrir ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair er að félagið greiði ekki út arð á meðan ábyrgðirnar eru í gildi og lán sem hugsanlega verði tekin út á þær eru ógreidd. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir slík lán vera til þrautavara. „Við gerum ráð fyrir því í þessari grunnsviðsmynd sem við vorum að fara yfir hér áðan að við munum ekki draga á lánalínur sem ríkissjóður er að ábyrgjast. Erum að gera ráð fyrir að vera komin á svipaðan stað í framleiðslunni 2024 og við vorum á árunum 2018 og 2019 og að félagið verði farið að skila hagnaði árið 2022,“ segir forstjórinn. Forstjóri Icelandair segir mikilvægt að óvissa í rekstrinum vegna kórónufaraldursins dragist ekki á langinn.Vísir/Sigurjón Félagið gæti því hugsanlega farið að greiða út arð eftir fjögur ár eða 2024. Reiknað sé með hægum bata í rekstrinum frá vormánuðum næsta árs. „Við erum ekki að gera ráð fyrir að næsta sumar verði stórt í okkar rekstri. Gerum ráð fyrir að fljúga tæplega helminginn af því sem við gerðum árið 2015 næsta sumar. Þannig að við byrjum á að byggja leiðarkerfið aftur upp næsta vor hægt og rólega. En það er mikilvægt að þessi óvissa dragist ekki mjög á langinn og eftirspurn fari að taka við sér.“ Og að Bandaríkin opni? „Að Bandaríkin opni. Það er mikilvægt fyrir okkar tengimódel sem er mikilvægur þáttur í okkar viðskiptalíkani,“ segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31 Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49 Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Icelandair reiknar með að vera komið á sléttan sjó eftir fjögur ár Áætlanir Icelandair gera ráð fyrir að félagið verði komið í svipaða stöðu og það var í á þar síðasta ári og í fyrra eftir fjögur ár. Forstjórinn er bjartsýnn á allt að tuttugu og þriggja milljarða hlutafjáraukningu sem samþykkt var á hluthafafundi í dag. 9. september 2020 18:31
Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. 9. september 2020 07:49
Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25