Aron Einar lék með handboltaliði Þórs síðast þegar það var í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2020 12:30 Aron Einar Gunnarsson þótti mjög efnilegur handboltamaður. vísir/bára Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Þór sækir Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Þetta er fyrsti leikur Þórs undir „eigin merkjum“ í efstu deild í fjórtán ár, eða frá tímabilinu 2005-06. Þórsarar enduðu þá í 12. sæti af fjórtán liðum í efstu deild. Næstu ár léku þeir undir merkjum Akureyrar. Nokkrar kunnar kempur léku með Þór tímabilið 2005-06. Rúnar Sigtryggsson var spilandi þjálfari liðsins og markahæsti leikmaður þess var landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Og þetta tímabil lék bróðir hans, Aron Einar, tvo leiki með Þór. Þá var fyrirliði fótboltalandsliðsins enn með annan fótinn í handboltanum og þótti mjög góður á því sviði. Fótboltinn varð þó fyrir valinu á endanum og Aron Einar fór til AZ Alkmaar í Hollandi 2006. Fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti, gegn Argentínu 16. júní 2018, birti Rúnar skemmtilega mynd af þeim Aroni Einari í leik með Þór. Þá var landsliðsfyrirliðinn ekki alveg jafn vígalegur og í dag og líkaminn ekki þakinn húðflúrum. #tbt það var ekki töluð vitleysan þarna Viss um að Captain 6 3 muni á morgun sparka í allt sem hreyfist #NGAISL og leiða liðið áfram á #WorldCup til sigurs https://t.co/SBICFhvAFq pic.twitter.com/L8pmz4mHTc— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) June 21, 2018 Aron Einar lék alls fjóra leiki í efstu deild í handbolta og skoraði níu mörk. Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með handboltaliði Þórs. Aron Einar lék einnig fimmtán deildar- og bikarleiki með Þór í fótbolta áður en hann fór til Hollands. Þór var spáð 10. sæti í Olís-deild karla í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Við hér á Vísi spáðum Þórsurum hins vegar 11. sæti deildarinnar en þeir gera væntanlega allt til að afsanna hana. Fyrsti heimaleikur Þórs í Olís-deildinni er gegn FH í Höllinni á Akureyri næsta fimmtudag, 17. september.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00 Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Þórsarar geta ekki fengið Serbann Vuk Perovic þar sem þeir eru búnir að fylla kvótann af leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins. 8. september 2020 08:00
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39