Valdníðsla Gunnar Dan Wiium skrifar 8. september 2020 21:00 Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að eitthvað sé í öllu sínu veldi. Svokallað feðraveldi, kjarnorkuveldi, heimsveldi, auðveldi. Það er talað um kúgarann sem vald hefur yfir þeim sem valdlaus og vanmáttugur er. Það er oft gefið í skyn að álit annarra eða algeng samfélagsviðhorf og skoðanir séu í raun ákveðið vald í formi afls. Í þeim skilning að ytri ályktun geti í raun dæmt einhvern eða eitthvað svona eða hinsegin og þar með öðlast vald fyrir vikið einungis með því að gefa því nafn. Svo spurningin er hver dæmir hvern eða hvað dæmir hvað? Þú skilgreinir þig sem fórnarlamb en sérð ekki að fyrir vikið ertu orðin gerandi. Þú ert orðin gerandi í eigin lífi gegn sjálfum þér. Dómurinn sem þú sjálfur felldir er orðin að veldi í þínu eigin lífi. Dómurinn er orðin kúgari yfir þér, valdlausri veru. Svo hvað er til bragðs er upplýsing á sér stað? Hvernig stígur þú úr oki valdníðslu? Gerir þú það með að fordæma og berjast með valdníðslu í aðra átt? Kallar þú yfir þig valdníðsluna með að ákalla hana? Eða kemst þú í upplýsingu þess efnis að þú sjálfur sért eftirspurnin sem og framboðið á kostnað afstöðuleysis sem annars stendur þér alltaf til boða. Þú þarft að skoða þann möguleika að manneskjan er ávallt háð einhverskonar tengingu við vald eða uppsprettu. Einhverskonar æðri raunveru sem ýmist tekur eða gefur. Það þarft þú að skoða, hvað er ýmist tekið eða gefið? Þú munt komast að því að það er vilji, frjáls vilji. Ytri valdníðsla hirðir af þér frjálsan vilja og skilur þig eftir í stöðu fórnarlambs og geranda. Ytri vald í hvaða formi sem er skapar óuppgerða fortíð sem svo stuðlar að vonlausri núvitund á öllum mismunandi sviðum lífsins. Ytri valdníðsla sem þú ávallt sjálfur eða sjálf skapar og lútar höfði gagnvart knýr þig ýmist til varnar eða sóknar. Stöðugt knúin til viðbragða í örvæntingarfullum ótta við að lágmarka skaðann sem hugmyndir segja þér að séu yfirvofandi. Innra vald hins vegar, oft bent á innan trúarbragða sem okkar innra rauneðli, guðseðli, himnaríki, Búddaeðli, Samadhi, gefur þér vilja sem göfgar allt í kringum þig. Vilji sem stuðlar að sjálfbærni hverrar einingar fyrir sig. Vilji eða tengin sem í raun útrýmir hugtakinu einingar og skilur eftir nýtt hugtak, eining. Undir handleiðslu þessa valds muntu stíga upp úr möru lyginnar og sjá að það er aðeins eitt með öllu og þú munt skynja afstöðuleysi. Þú munt skilja að það er í raun engin nauð sem knýr þig til aðgerða. Skilja að ógnin er engin og ekkert er hægt að taka frá þér sem ekki hvort eð er hverful birtingarmynd innan efnisheima. Kjarninn er ósnertanlegur með höndum veikra manna. Svo, með einum andardrætti lít ég inn á við og tengi við það eina sem er mjúkt og þrautseigt. Þar fæ ég upplifað sorg og hamingju sem eitt. Þar skynja ég fyrirgefninguna, lausnina. Lausn undan þjáningu, viðnáminu sem skapast í árekstrum mínum innan efnisheims.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar