Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 12:37 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira