Ríkisútvarpið braut ekki lög með ráðningu Stefáns Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2020 06:55 Kristín Þorsteinsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir sóttu báðar um starf útvarpsstjóra. Samsett Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ríkisútvarpið braut ekki jafnréttislög þegar Stefán Eiríksson var ráðinn í starf útvarpsstjóra í janúar síðastliðnum. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Þær Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri 365 Miðla kærðu báðar ákvörðunina og töldu að ráðning Stefáns bryti í bága við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og einnig við lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Að mati nefndarinnar skiptir máli í samhenginu að RÚV er opinbert hlutafélag sem lýtur reglum hins almenna vinnumarkaðar og nýtur því aukins svigrúms í þessum málum samanborið við aðrar opinberar stofnanir sem ekki eru hlutafélög. Þar fyrir utan komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að hvorki Kristín né Kolbrún hafi náð að leiða að því líkum að þeim hafi verið mismunað við ráðningu í starf útvarpsstjóra. Þó setti nefndin fram ákveðnar aðfinnslur í tilviki þeirra beggja við mat RÚV á menntun þeirra og einnig við mat RÚV á Kristínu í matsflokknum „Fjölmiðlar, menningar og samfélagsmál.“ Alls sótti 41 umsækjandi um starf útvarpsstjóra. Nítján komust í starfsviðtal og fjórir undirgengust persónuleikapróf og var Kolbrún á meðal þeirra. Stefán Eiríksson þáverandi borgarritari var að endingu ráðinn útvarpsstjóri í janúar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Jafnréttismál Tengdar fréttir Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51 Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14 Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni: Partýkall sem tekur alltaf Duran Duran og elskar að brjóta Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins til næstu fimm ára. 17. febrúar 2020 20:51
Kolbrún skoðar að kæra ráðningu Stefáns Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og leikhússtjóri, hefur til skoðunar að kæra ráðningu Stefáns Eiríkssonar í starf útvarpsstjóra til kærunefndar jafnréttismála. 10. febrúar 2020 13:14
Kristín fær ekki rökstuðning frá RÚV Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins, hefur fengið neitun frá Ríkisútvarpinu við beiðni sinni um rökstuðning á ráðningu nýs útvarpsstjóra, Stefáns Eiríkssonar. 10. febrúar 2020 06:50