„Leið eins og þeir væru að horfa niður til okkar í göngunum fyrir leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2020 08:00 Ragnar skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Englandi á EM 2016. AFP/Getty Ragnar Sigurðsson – miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár – segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ragnars við Daily Mail í aðdraganda leiks Íslands og Englands sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Engir áhorfendur eru leyfðir en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Leikurinn gegn Englandi á EM 2016 er eitthvað sem Ragnar mun aldrei gleyma. Ekki nóg með að hafa skorað jöfnunarmark Íslands eftir að Wayne Rooney kom Englandi 1-0 yfir með marki úr vítaspyrnu heldur átti Ragnar eina af tæklingum mótsins er hann stöðvaði Jamie Vardy sem var við það að sleppa í gegn. Miðvörðurinn öflugi er því miður ekki með íslenska liðinu í dag vegna meiðsla. „Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Þetta var bara þannig leikur. Hann gaf manni frábærar minningar sem maður hugsar enn stundum um,“ segir Ragnar um leikinn fyrir fjórum árum. „Það spyr mig aldrei neinn út í markið, öllum er sama um það. Það var frábær tilfinning að skora en almennt er mér alveg sama hvort ég skori eða ekki, ég vil bara vinna. Tæklingin var örugglega mitt besta augnablik í leiknum.“' Tæklingin umtalaða.Jan Kruger/Getty Images Fyrir þau sem muna ekki eftir marki Ragnars þá kom það eftir langt innkast. Kári Árnason flikkaði boltanum á Ragnar sem stakk sér fram fyrir Kyle Walker og hálfpartinn tæklaði boltann í netið. „Í göngunum fyrir leik leið mér eins og þeir væru að horfa niður á okkur. Þeir voru svo vissir um að vera með betra lið og að þeir myndu valta yfir okkur. Það er allavega tilfinningin sem ég fékk. Það var svo markið þeirra sem drap þá, þá héldu þeir að þetta yrði ekkert mál.“ „Það besta við fótbolta er að allir geta unnið alla. Ef þú ert ekki með rétt hugarfar getur tapað fyrir andstæðingum sem eru mun lakari. Það er eitthvað sem við höfum nýtt okkur í gegnum árin.“ Ragnar segist enn muna eftir fagnaðarlátunum úti við hornfánann eftir að dómarinn flautaði leikinn af. Hann var svo valinn maður leiksins, eitthvað sem hann metur mikils í dag. „Ég reyndi ekki að skipta á treyjum við neinn, ég er ekki mikið fyrir að safna þeim hvort eð er. Ég er ekkert á móti því en hvað ég að gera við allar þessar treyjur, ekki er ég að fara hengja þær upp á vegg.“ „Það tók enginn í hendina á neinum og ég sá enga leikmenn Englands þegar við vorum búnir að fagna. Ég var að fara í viðtal þegar ég labbaði fram hjá Roy Hodgson – þáverandi þjálfara Englands – hann tók í höndina á mér og sagði mér að ég hefði átt góðan leik,“ sagði Ragnar að lokum í viðtali sínu við Daily Mail. Á endanum fór það svo að Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins en þetta kvöld í Nice lifir að eilífu. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kane feginn að sleppa við að heyra Víkingaklappið Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson um leik Íslands og Englands sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. 4. september 2020 22:30 Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00 Vona að þetta verði fjarstæðukenndur dagur „Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. 4. september 2020 17:00 Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Íslenski landsliðshópurinn er töluvert leikreyndari en sá enski. Til að mynda eru sjö nýliðar í enska hópnum en bara einn í þeim íslenska. 4. september 2020 16:30 Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson – miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár – segir að enska landsliðið hafi litið niður á leikmenn Íslands er liðin mættust í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi sumarið 2016. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ragnars við Daily Mail í aðdraganda leiks Íslands og Englands sem fram fer á Laugardalsvelli klukkan 16:00 í dag. Engir áhorfendur eru leyfðir en leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Leikurinn gegn Englandi á EM 2016 er eitthvað sem Ragnar mun aldrei gleyma. Ekki nóg með að hafa skorað jöfnunarmark Íslands eftir að Wayne Rooney kom Englandi 1-0 yfir með marki úr vítaspyrnu heldur átti Ragnar eina af tæklingum mótsins er hann stöðvaði Jamie Vardy sem var við það að sleppa í gegn. Miðvörðurinn öflugi er því miður ekki með íslenska liðinu í dag vegna meiðsla. „Ég mun aldrei gleyma þessum leik. Þetta var bara þannig leikur. Hann gaf manni frábærar minningar sem maður hugsar enn stundum um,“ segir Ragnar um leikinn fyrir fjórum árum. „Það spyr mig aldrei neinn út í markið, öllum er sama um það. Það var frábær tilfinning að skora en almennt er mér alveg sama hvort ég skori eða ekki, ég vil bara vinna. Tæklingin var örugglega mitt besta augnablik í leiknum.“' Tæklingin umtalaða.Jan Kruger/Getty Images Fyrir þau sem muna ekki eftir marki Ragnars þá kom það eftir langt innkast. Kári Árnason flikkaði boltanum á Ragnar sem stakk sér fram fyrir Kyle Walker og hálfpartinn tæklaði boltann í netið. „Í göngunum fyrir leik leið mér eins og þeir væru að horfa niður á okkur. Þeir voru svo vissir um að vera með betra lið og að þeir myndu valta yfir okkur. Það er allavega tilfinningin sem ég fékk. Það var svo markið þeirra sem drap þá, þá héldu þeir að þetta yrði ekkert mál.“ „Það besta við fótbolta er að allir geta unnið alla. Ef þú ert ekki með rétt hugarfar getur tapað fyrir andstæðingum sem eru mun lakari. Það er eitthvað sem við höfum nýtt okkur í gegnum árin.“ Ragnar segist enn muna eftir fagnaðarlátunum úti við hornfánann eftir að dómarinn flautaði leikinn af. Hann var svo valinn maður leiksins, eitthvað sem hann metur mikils í dag. „Ég reyndi ekki að skipta á treyjum við neinn, ég er ekki mikið fyrir að safna þeim hvort eð er. Ég er ekkert á móti því en hvað ég að gera við allar þessar treyjur, ekki er ég að fara hengja þær upp á vegg.“ „Það tók enginn í hendina á neinum og ég sá enga leikmenn Englands þegar við vorum búnir að fagna. Ég var að fara í viðtal þegar ég labbaði fram hjá Roy Hodgson – þáverandi þjálfara Englands – hann tók í höndina á mér og sagði mér að ég hefði átt góðan leik,“ sagði Ragnar að lokum í viðtali sínu við Daily Mail. Á endanum fór það svo að Ísland tapaði 5-2 fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins en þetta kvöld í Nice lifir að eilífu.
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kane feginn að sleppa við að heyra Víkingaklappið Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson um leik Íslands og Englands sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. 4. september 2020 22:30 Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00 Vona að þetta verði fjarstæðukenndur dagur „Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. 4. september 2020 17:00 Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Íslenski landsliðshópurinn er töluvert leikreyndari en sá enski. Til að mynda eru sjö nýliðar í enska hópnum en bara einn í þeim íslenska. 4. september 2020 16:30 Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Kane feginn að sleppa við að heyra Víkingaklappið Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins, ræddi við Henry Birgi Gunnarsson um leik Íslands og Englands sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. 4. september 2020 22:30
Heimir harmar að Aron Einar komist ekki í leikinn gegn Englandi Heimir Hallgrímsson harmar það að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson geti ekki spilað gegn Englandi á morgun. 4. september 2020 22:00
Vona að þetta verði fjarstæðukenndur dagur „Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun. 4. september 2020 17:00
Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Íslenski landsliðshópurinn er töluvert leikreyndari en sá enski. Til að mynda eru sjö nýliðar í enska hópnum en bara einn í þeim íslenska. 4. september 2020 16:30
Kári miðlar til þeirra yngri: Gjöri svo vel að hafa trú á því sem hefur virkað Kári Árnason segir að yngri leikmenn íslenska landsliðsins „verði að gjöra svo vel að hafa trú“ á þeim gildum sem skiluðu liðinu í fremstu röð. 4. september 2020 14:30