Málin sem lögmaðurinn hyggst skoða nánar orðin þrjú Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 12:52 Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Vísir/Egill/Vilhelm Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. Eitt slíkt mál hefur því bæst við síðan í gær. Um er að ræða mál þriggja einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, þar af er einn látinn. Fyrirspurnum frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur rignt yfir Sævar Þór Jónsson lögmann undanfarna daga. Mál umbjóðanda hans, konu sem greindist með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun árið 2018, hefur vakið mikla athygli. Sævar segir í samtali við Vísi að sér hafi nú borist beiðnir um að skoða tólf mál krabbameinssjúklinga eða aðstandenda þeirra. „Ég hef ákveðið að af þessum tólf málum skoði ég þrjú mál nánar. Þar sem ég tel að séu líkindi, eða geti verið hugsanleg líkindi, með þessu upphafsmáli,“ segir Sævar. Um er að ræða þrjá einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þar af er einn látinn. Verið sé að kanna hvort gerð hafi verið mistök við greiningu sýnanna árið 2018, líkt og í málinu sem fyrst var greint frá. Sævar segir að þessi þrjú mál séu þó ekki komin á það stig að þau flokkist sem bótamál. „Ég tel rétt að skoða þessi mál til hlítar og kanna þá frekari gögn í þeim málum. En það er of snemmt að segja til um frekari framvindu þeirra.“ Félagið beri ábyrgðina, ekki einn starfsmaður Mál fyrstu konunnar, í hverju Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt mistök, er nú í ferli. Sævar segir boltann nú hjá félaginu. „Við höfum óskað eftir samningaviðræðum við félagið. Það er á frumstigi, við höfum reyndar ekki fengið svar enn þá en ég geri ráð fyrir að félagið ráðfæri sig við sína ráðgjafa áður.“ Þá tekur Sævar sérstaklega fram að engar bætur muni koma til með að bæta upp fyrir mistökin. Málið snúist ekki um bæturnar heldur einkum um að vekja athygli á því sem betur megi fara í kerfinu. Þá sé það félagið en ekki einn tiltekinn starfsmaður sem bera eigi ábyrgð á málinu. „Þetta er kerfi sem er formað og stýrt af Krabbameinsfélaginu en ekki einhverjum einstaklingi. Þannig að það er í raun og veru ekki hægt að kenna einhverjum einstaklingi um, því það er ákveðin stjórnendaábyrgð. Ef að kerfið sem þeir eiga að hafa umsjón með virkar ekki þá eru það þeir sem bera ábyrgðina sem stjórnendur. Þessi einstaklingur sem hefur átt við veikindi að stríða er veikur og ég geri ráð fyrir að stjórnendur Krabbameinsfélagsins hafi vitað af því og þeir hafi þá átt að gæta þess að viðkomandi starfsmaður gæti sýnt starfi sínu. Og auðvitað er samúð mín með þessum starfsmanni að öllu leyti en ég tel að stjórnendur Krabbameinsfélagsins verði að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands vegna mistaka við sýnatöku hyggst kanna grundvöll til málsóknar í þremur sambærilegum málum. Eitt slíkt mál hefur því bæst við síðan í gær. Um er að ræða mál þriggja einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, þar af er einn látinn. Fyrirspurnum frá áhyggjufullum konum og aðstandendum sem vilja kanna rétt sinn vegna mögulegra mistaka við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu hefur rignt yfir Sævar Þór Jónsson lögmann undanfarna daga. Mál umbjóðanda hans, konu sem greindist með ólæknandi krabbamein eftir að hafa fengið rangar niðurstöður úr krabbameinsskoðun árið 2018, hefur vakið mikla athygli. Sævar segir í samtali við Vísi að sér hafi nú borist beiðnir um að skoða tólf mál krabbameinssjúklinga eða aðstandenda þeirra. „Ég hef ákveðið að af þessum tólf málum skoði ég þrjú mál nánar. Þar sem ég tel að séu líkindi, eða geti verið hugsanleg líkindi, með þessu upphafsmáli,“ segir Sævar. Um er að ræða þrjá einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein. Þar af er einn látinn. Verið sé að kanna hvort gerð hafi verið mistök við greiningu sýnanna árið 2018, líkt og í málinu sem fyrst var greint frá. Sævar segir að þessi þrjú mál séu þó ekki komin á það stig að þau flokkist sem bótamál. „Ég tel rétt að skoða þessi mál til hlítar og kanna þá frekari gögn í þeim málum. En það er of snemmt að segja til um frekari framvindu þeirra.“ Félagið beri ábyrgðina, ekki einn starfsmaður Mál fyrstu konunnar, í hverju Krabbameinsfélagið hefur viðurkennt mistök, er nú í ferli. Sævar segir boltann nú hjá félaginu. „Við höfum óskað eftir samningaviðræðum við félagið. Það er á frumstigi, við höfum reyndar ekki fengið svar enn þá en ég geri ráð fyrir að félagið ráðfæri sig við sína ráðgjafa áður.“ Þá tekur Sævar sérstaklega fram að engar bætur muni koma til með að bæta upp fyrir mistökin. Málið snúist ekki um bæturnar heldur einkum um að vekja athygli á því sem betur megi fara í kerfinu. Þá sé það félagið en ekki einn tiltekinn starfsmaður sem bera eigi ábyrgð á málinu. „Þetta er kerfi sem er formað og stýrt af Krabbameinsfélaginu en ekki einhverjum einstaklingi. Þannig að það er í raun og veru ekki hægt að kenna einhverjum einstaklingi um, því það er ákveðin stjórnendaábyrgð. Ef að kerfið sem þeir eiga að hafa umsjón með virkar ekki þá eru það þeir sem bera ábyrgðina sem stjórnendur. Þessi einstaklingur sem hefur átt við veikindi að stríða er veikur og ég geri ráð fyrir að stjórnendur Krabbameinsfélagsins hafi vitað af því og þeir hafi þá átt að gæta þess að viðkomandi starfsmaður gæti sýnt starfi sínu. Og auðvitað er samúð mín með þessum starfsmanni að öllu leyti en ég tel að stjórnendur Krabbameinsfélagsins verði að axla ábyrgð,“ segir Sævar. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verið væri að endurskoða yfir sex þúsund sýni frá árunum 2017 til 2019 sem umræddur starfsmaður hafði haft með höndum. 1.800 sýni hafa verið skoðuð og 2,5% kvenna kallaðar til frekari skoðunar þar sem þær fengu ranga greiningu. Það eru 45 konur.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07 Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Öskureið yfir „siðleysi“ og „aumingjadómi“ Krabbameinsfélagsins Fyrrverandi heilbrigðisráðherra segir forsvarsmenn Krabbameinsfélags Íslands sýna af sér siðleysi í framgöngu þeirra vegna mistaka við greiningu á leghálssýnum árið 2018. 4. september 2020 11:07
Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. 3. september 2020 17:16
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31