Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 13:00 Listakonurnar Hulda Katarina og Rakel Tomas setja í sölu ný verk í kvöld og opna svo sýningu á morgun. Mynd/Tara Tjörva Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda
Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira