Rakel og Hulda opna saman sýningu og frumsýna nýtt samstarfsverkefni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2020 13:00 Listakonurnar Hulda Katarina og Rakel Tomas setja í sölu ný verk í kvöld og opna svo sýningu á morgun. Mynd/Tara Tjörva Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Fimmtudaginn 3. september opnar sýningin Andlit í Studio Rakel Tomas, Grettisgötu 3. Sérstakt opnunarhóf verður á milli 17 og 20. Til sýnis og sölu verða málverk eftir Rakel Tomas ásamt skúlptúrum sem eru samstarfsverkefni hennar og Huldu Katarínu keramik listakonu. Fjöldi fólks inni í rýminu hverju sinni verður takmarkaður og ætla listakonurnar að hleypa inn í hollum ef þarf. Málverkin og skúlptúrarnir fara í sölu í kvöld klukkan 20:00 á síðunni rakeltomas.com. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir teikningar af kvenlíkamanum og andlitum en einnig fyrir dagbækur sem hún hannaði sjálf.Mynd/Tara Tjörva Rakel Tomas er myndlistakona og vinnur með kvenlíkamann á súrrealískan hátt í verkum sínum. Hingað til hefur hún verið þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar en á þessari sýningu notar hún einföld lifandi form og svart blek til að mynda mismunandi andlit. Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun. Hulda stundar nám við Keramikbraut Myndlistaskóla Reykjavíkur. Samstarfsverkefni Huldu og Rakelar samanstendur af vösum sem Hulda handmótar og Rakel málar síðan á. Einnig verða til sýnis skúlptúrar sem Hulda handmótar með sínum lífrænu, frjálsu formum þar sem markmið hennar er að skúlptúrarnir rími við verk Rakelar en skúlptúrana verður einnig hægt að nýta sem kertastjaka. Hulda hafði aldrei snert postulín áður en hún hóf námið.Mynd/Tara Tjörva Andlitin renna saman Þetta er fyrsta samsýning Rakel Tomas, sem hefði getað verið áskorun þar sem Rakel hefur almennt mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera og er lítið fyrir að gefa eftir í stjórn. Samstarfið gekk þó mjög vel. Hulda Katarína er á öðru ári í leirkerasmíð í listaháskólanum. Hún hafði aldrei snert postulín á ævinni þegar hún hóf námið, og hataði fyrsta verkefnið sem hún fékk, þar sem hún bjó til skálar í bláskelsformi. En, þær slógu í gegn hjá vinum hennar og fljótlega var hún farin að selja þær á Instagram, eins og heitar lummur. Raunar má segja að þær hafi bjargað henni í sumar, þegar litla vinnu var að hafa vegna covid. Hulda Katarina og Rakel TomasMynd/Tara Tjörva „Rakel málar á verk Huldu, en einnig á sinn hefðbundna efnivið pappírinn. Myndirnar eru í nokkrum ólíkum stærðum, en í stað blýantsteikninganna sem Rakel er einna þekktust fyrir vinnur hún nú með einfaldari, tvívíð form og lítur nær viðfanginu, þar sem andlit renna saman og fjölfaldast við jaðarsvið sjónu. Endurtekningin er einmitt Rakel mjög hugleikin, gegnumgangandi þema í verkum hennar, rétt eins og kvenlíkaminn. Endurtekninginn, fyrir henni, er sefandi, rétt eins og í kunnulegu ljóði eða tónverki. Þær veita verkum hennar líf og hreyfingu sem Hulda nýtti síðan sem innblástur við gerð skúlptúrana fyrir sýninguna,“ segir um sýninguna. Hægt er að fylgjast með listakonunum á Instagram: Rakel Hulda
Myndlist Tíska og hönnun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira