Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2020 23:00 Trump ræðir við fyrirtækjaeigendur í Kenosha í dag. Forsetinn reyndi að eigna sér heiður af því að hafa stillt til friðar í borginni með því að kalla út þjóðvarðliðið. Hann kom þó hvergi nærri þeirri ákvörðun sem ríkisstjóri Wisconsin tók. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut og særði svartan mann sem varð kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. Þess í stað lýsti forsetinn óeirðum í borginni sem „innanlandshryðjuverkastarfsemi“ og fór rangt með það sem þar hefur gerst. Til átaka hefur komið í Kenosha í kringum mótmæli eftir að lögreglumaður skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið sunnudaginn 23. ágúst. Blake liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi, lamaður fyrir neðan mitti. Atvikið var sem olía á eldinn í kjölfar dráps lögreglu í Minnesota á George Floyd í maí en það hratt af stað mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem geisar ennþá í sumum borgum. Eldar voru kveiktir í borginni fyrstu daga mótmælanna og eignarskemmdir voru framdar sem eru taldar hlaupa á hundruð milljónum króna. Ófriðurinn náði hámarki sínu þegar sautján ára gamall piltur úr hópi vopnaðra sjálfskipaðra lögreglumanna skaut tvo mótmælendur til bana og særði þann þriðja í síðustu viku. Ástandið hefur róast verulega síðan þá. Trump heimsótti Kenosha í dag þvert á vilja borgar- og ríkisyfirvalda sem óttuðust að forsetinn ýfði upp ófriðaröldur á nýjan leik. Ræddi Trump við fyrirtækjaeigendur sem hafa orðið fyrir tjóni í mótmælunum og reyndi að kenna demókrötum um ástandið. „Þetta eru ekki gjörðir friðsamra mótmælenda heldur í raun og veru innanlandshryðjuverk,“ sagði Trump og skammaði borgarstjóra og ríkisstjóra úr röðum demókrata fyrir að vilja ekki þiggja aðstoð alríkisstjórnarinnar til þess að kveða niður mótmæli og óeirðir. Telur ofbeldi lögreglu gegn svörtum ekki kerfislægt Forsetinn minntist ekki á að upphaf ólgunnar í Kenosha hefði verið enn eitt atvikið þar sem lögreglumenn skjóta blökkumann. Hann bauð fram aðstoð alríkisstjórnarinnar við að byggja upp borgina. Upplýsti forsetinn að hann hefði reynt að hafa samband við móður Blake en kosið að ræða ekki við hana þegar fjölskyldan setti fram þá kröfu að lögmaður hlýddi á samtalið. Á viðburði í Kenosha neitaði Trump því að kerfislæg kynþáttahyggja sé til staðar hjá lögregluliði Bandaríkjanna. Viðurkenndi hann að einhver „rotin epli“ væru í lögreglunni og stundum gerðist „eitthvað“. „Þeir kalla það að klikka [e. choking] og það gerist,“ sagði Trump sem hefur ítrekað líkt lögreglumönnum sem beita óhóflegu ofbeldi við kylfing sem klikkar á höggi undanfarna daga. Trump og framboð hans hafa reynt að stilla Joe Biden upp við vegg og fá hann til að fordæma mótmælendur og óeirðir enn meir en hann hefur gert. Á sama tíma hefur Trump þráast við að fordæma stuðningsmenn sína sem hafa drepið og æst til ófriðar undanfarna daga.AP/Carolyn Kaster Fordæmdi ekki piltinn sem drap mótmælendur Trump, sem hefur átt undir högg að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda demókrata, í skoðanakönnunum um nokkurra mánaðaskeið, hefur freistað þess að gera mótmælin og óeirðir að miðpunkti kosningabaráttunnar fyrir kosningarnar sem fara fram í nóvember. Hefur hann stillt sjálfum sér upp sem frambjóðanda „laga og reglu“ og sakað Biden ranglega um að vera handbendi róttækra vinstrimanna og stjórnleysingja. Biden hefur fordæmt ofbeldisfull mótmæli og skorað á Trump að gera það sama. Í heimsókninni til Kenosha fór Trump hins vegar frjálslega með sannleikann um atburðina þar, þar á meðal um unga manninn sem skaut mótmælendur til bana. Sá mætti á mótmælin til að andæfa þeim sem kröfðust jafnréttis kynþátta og er grunaður um ólöglegan vopnaburð og manndráp. Þannig veik Trump sér undan því að fordæma drápin og lýsti þeim á allt annan hátt en yfirvöld sem ákærðu piltinn fyrir manndráp. Gaf forsetinn í skyn að pilturinn hefði hrasað á flótta undan mótmælendunum sem hafi ráðist á hann. Pilturinn hefði „líklega verið drepinn“. AP-fréttastofan segir þessa lýsingu ranga. Pilturinn hefði þegar skotið mótmælanda til bana áður en hann tók til fótanna og féll. Í ákæru saksóknara kemur fram að pilturinn skaut mótmælanda sem reyndi að taka skotvopn af honum. Hópur fólks reyndi að stöðva hann þegar hann flúði og hrópaði að hann hefði skotið mann. Pilturinn skaut annan mótmælanda til bana þegar hann reyndi að rífa byssuna af honum. Þriðji maðurinn særðist af byssuskoti piltsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42 Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05 Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær yfir stuðningi við hinn sautján ára gamla Kyle Rittenhouse, sem skaut þrjá, þar af tvo til bana, á mótmælum í borginni Kenosha í síðustu viku. 1. september 2020 13:42
Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. 1. september 2020 07:05
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00