„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 11:53 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira