Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 12:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði