Sakar ríkislögreglustjóra um að „skipta um hest í miðri á“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 14:11 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“ Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“
Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12
Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57
Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40