Ísbjörn drap mann á Svalbarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:54 Ísbjörn gæðir sér á hvalshræi á Svalbarða. Getty/ Arterra Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu. Noregur Dýr Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu.
Noregur Dýr Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira