Ísbjörn drap mann á Svalbarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:54 Ísbjörn gæðir sér á hvalshræi á Svalbarða. Getty/ Arterra Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu. Noregur Dýr Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu.
Noregur Dýr Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira