Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 13:45 Meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. Básafjósum fækkað um 49% á síðastliðnum áratug. Landssamband kúabænda Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk. Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk.
Landbúnaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira