Rafrettuvefsíður fullar af ólöglegum varningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:08 Fjölmargar athugasemdir Neytendastofu á síðustu misserum benda til að betra utanumhald þurfi um sölu rafrettna á Íslandi. Vísir/vilhelm Á sjöunda hundrað ólöglegra rafrettna og fylgihluta mátti finna í íslenskum vefverslunum. Aukinheldur uppfyllti engin vefsíðnanna nauðsynlegar reglur um upplýsingagjöf. Neytendastofa segir þetta meðal niðurstaðna sinna eftir könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða segist stofnunin hafa skoðað hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Í suttu máli reyndust allar vefsíðurnar óviðunandi. Þar hafi mátt finna alls 652 ólöglegar vörur, án þess þó að Neytendastofa tiltaki þær sérstaklega í orðsendingu sinni. Stofnunin hefur gert rassíu í rafrettumálum að undanförnu og hafa fjölmörg fyrirtæki fengið skömm í hattinn frá Neytendastofu, til að mynda söluturninn Drekinn á Njálsgötu. Fyrrnefndar vefsíður reyndust allar með ófullnægjandi upplýsingar um rétt neytenda í fjarsölu. „Ýmist vantaði upplýsingar eða veittar voru rangar upplýsingar um 14 daga skilarétt á vörum sem keyptar eru í fjarsölu. Þá veitti aðeins ein vefsíða nægar upplýsingar um þjónustuveitanda svo sem kennitölu, heimilisfang, netfang og vircðisaukaskattsnúmer,“ segir Neytendastofa. Stofnunin minnir á lög um rafrettur og áfyllingar, sem nálgast má hér, sem kveða meðal annars á um tilkynningaskyldu til Neytendastofu. Nánari upplýsingar um skylduna eru hér en í fyrrnefndri orðsendingu segir: „Tilkynningum þurfa að fylgja gögn sem sýna fram á öryggi varanna eins og t.d. innihaldslýsing og útblástursskýrslur. Það má t.d. ekki selja á Íslandi vökva sem innihalda vítamín eða koffín. Umbúðir mega ekki höfða til barna og verða að vera barnheldar.“ Rafrettur Neytendur Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Á sjöunda hundrað ólöglegra rafrettna og fylgihluta mátti finna í íslenskum vefverslunum. Aukinheldur uppfyllti engin vefsíðnanna nauðsynlegar reglur um upplýsingagjöf. Neytendastofa segir þetta meðal niðurstaðna sinna eftir könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða segist stofnunin hafa skoðað hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Í suttu máli reyndust allar vefsíðurnar óviðunandi. Þar hafi mátt finna alls 652 ólöglegar vörur, án þess þó að Neytendastofa tiltaki þær sérstaklega í orðsendingu sinni. Stofnunin hefur gert rassíu í rafrettumálum að undanförnu og hafa fjölmörg fyrirtæki fengið skömm í hattinn frá Neytendastofu, til að mynda söluturninn Drekinn á Njálsgötu. Fyrrnefndar vefsíður reyndust allar með ófullnægjandi upplýsingar um rétt neytenda í fjarsölu. „Ýmist vantaði upplýsingar eða veittar voru rangar upplýsingar um 14 daga skilarétt á vörum sem keyptar eru í fjarsölu. Þá veitti aðeins ein vefsíða nægar upplýsingar um þjónustuveitanda svo sem kennitölu, heimilisfang, netfang og vircðisaukaskattsnúmer,“ segir Neytendastofa. Stofnunin minnir á lög um rafrettur og áfyllingar, sem nálgast má hér, sem kveða meðal annars á um tilkynningaskyldu til Neytendastofu. Nánari upplýsingar um skylduna eru hér en í fyrrnefndri orðsendingu segir: „Tilkynningum þurfa að fylgja gögn sem sýna fram á öryggi varanna eins og t.d. innihaldslýsing og útblástursskýrslur. Það má t.d. ekki selja á Íslandi vökva sem innihalda vítamín eða koffín. Umbúðir mega ekki höfða til barna og verða að vera barnheldar.“
Rafrettur Neytendur Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira