Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 13:30 Magnús Gottfreðsson segist ekki líta svo á að maðurinn hafi sýkst aftur af kórónuveirunni þó að hana hafi verið að finna í nefkoki. Vísir/Sigurjón Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira