Myndböndin frá Kastalabrekku hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 19:45 Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér: Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fjölskyldan á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi lætur sér ekki leiðast á tímum kórónaveirunnar því þau hafa framleidd nokkur myndbönd, sem vakið hafa mikla athygli á samfélagsmiðlum. Á heimilinu eru sex börn en alls eiga hjónin níu börn. Það er líf og fjör í Kastalabrekku, sem er sveitabær í grennd við Hellu. Bændurnir þau Víðir Reyr Þórsson og Eydís Hrönn Tómasdóttir eiga sex börn saman og svo á Víðir Reyr þrjú börn úr fyrra sambandi en þau búa ekki á heimilinu. Til að stytta sér stundir á tímum Covid-19 hefur Eydís Hrönn tekið upp nokkur skemmtileg fjölskyldumyndbönd til að stytta börnunum stundirnar og gera eitthvað skemmtilegt saman. „Og svo erum við aðeins búin að taka sögur úr smábarnabókunum og breyta þeim þannig að þau passi við okkur. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað svona skemmtilegt á þessum tímum því allir eru heima og ef maður er ekki að gera eitthvað með krökkunum þá er allt brjálað, það verður bara að reyna að stytta stundirnar með einhverju svona flippi“, segir Eydís Hrönn Tómasdóttir, húsmóðir og höfundur myndbandanna á Kastalabrekku. Eydís Hrönn og Víðir Reyr eiga sex börn en þau heita Vopni Freyr tveggja ára, Viðja Karen fjögurra ára, Viljar Breki fimm ára, Víðir Snær sex ára, Vikar 11 ára og Veigar 14 ára (vantar á myndina). Börn Víðis úr fyrra sambandi eru Natan Ögri, Magnús Vigri og Svandís Viðja.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Myndbandið um mömmuna sem bakar úr eggjum litlu gulu hænunnar hefur vakið mikla athygli en þar er Eydís að biðja börnin að aðstoða sig við baksturinn en alltaf segja þau nei. Sagan endaði vel eftir baksturinn því krakkarnir buðust til að ganga frá eftir kaffitímann og fengu því sneið af kökunni. Eydís Hrönn segir að það standi til að útbúa fleiri myndbönd og gleðja þar með fjölskyldu, vini og alla aðra sem vilja fylgjast með heimilinlífinu á Kastalabrekku á meðan samkomubannið vegna kórónuveirunnar varir. „Það er bara alltaf gaman að vera eitthvað klikkaður og gera eitthvað fyndið og skemmtilegt“, segir Eydís Hrönn og skellihlær. Myndböndin sem fjölskyldan hefur gert má skoða hér:
Ásahreppur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira