Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 12:45 Síðustu daga hefur fjöldi fólks komið saman víða um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla Lúkasjenkó forseta. Valery Sharifulin\TASS via Getty Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32