Fimm daga sóttkví vægari skerðing en fyrri hömlur Sylvía Hall skrifar 24. ágúst 2020 07:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra birtir grein í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heilbrigði þjóðarinnar hafa verið forgangsmál í aðgerðum stjórnvalda frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi. Samkomutakmarkanir hafi tekið á marga og það sé mat ríkisstjórnarinnar að hertar aðgerðir á landamærunum séu vægari réttindaskerðing en ýmsar hömlur sem settar voru á í vor. Þetta skrifar Katrín í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hún fer yfir faraldurinn og aðgerðir yfirvalda vegna hans. Hún segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar önnur bylgja fór af stað í lok júlímánaðar eftir kærkomið frí frá hörðum samkomutakmörkunum og umræðum um kórónuveiruna, enda höfðu fá smit greinst innanlands fyrri hluta sumars. „Aðeins nánustu aðstandendur gátu sótt útfarir, brúðkaupum og afmælisveislum var frestað og aftur var óvissa í andrúmslofti enda ljóst að önnur bylgja faraldursins var hafin,“ skrifar Katrín. Hún segir það hafa verið niðurstöðu ríkisstjórnarinnar að það væri nauðsynlegt að herða aðgerðir á landamærum eftir að faraldurinn fór á flug á heimsvísu á ný. Líf og heilsa fólks hafi þannig verið sett í forgang og stefnt var að því að tryggja að samfélagið gæti gengið með sem eðlilegustum hætti. Hún segir hagræna greiningu benda til þess að slíkar takmarkanir geti komið í veg fyrir frekara rask á innanlandshagkerfinu. „Þar er enn fremur bent á að ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna, þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli en einnig almennur ferðavilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar faraldurinn er í miklum vexti.“ Katrín segir matið flókið enda hafa aðgerðirnar mismikil áhrif á hverja atvinnugrein fyrir sig. Hertar aðgerðir á landamærunum hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, en hertar aðgerðir innanlands hafi viðtækar afleiðingar fyrir allar atvinnugreinar. Hún meti það sem svo að góður árangur í baráttunni við veiruna geti orðið styrkleiki fyrir ferðaþjónustuna í framhaldinu. Baráttunni hvergi nærri lokið „Hvað varðar umræðuna um borgaraleg réttindi er hún mikilvæg og kannski furða að hún hafi ekki vaknað löngu fyrr,“ skrifar Katrín en bætir við að frelsi fólks hér á landi hafi verið takmarkað minna en í mörgum Evrópulöndum. Þær takmarkanir hafi þó haft áhrif á réttindi fólks og það skipti miklu máli að líta til samfélagsins alls. Hún segir mikilvægt að líta til skólastarfs og menningar- og íþróttastarfs í þessu samhengi. Einnig hafi aðgerðir innanlands áhrif á atvinnuréttindi þúsunda og óumdeilt sé að sóttvarnaráðstafanir hafi áhrif á ýmis réttindi borgaranna. „Það hversu hratt fólk kemst yfir landamæri Íslands er ekki það eina sem máli skiptir.“ Þá segir Katrín baráttunni hvergi nærri lokið en það sé sameiginlegt markmið allra að heilsa, efnahagur og frelsi landsmanna standi sterkum fótum þegar henni lýkur. Það sé nauðsynlegt að þjóðlífið verði fyrir sem minnstum skaða og hægt verði að vinna til baka það sem tapaðist á meðan faraldrinum stóð. „Stefna íslenskra stjórnvalda hefur frá upphafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðlilegastan gang alls samfélagsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41 Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Átta smit hafa komið upp á Hótel Rangá. 21. ágúst 2020 14:41
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55