Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 15:35 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa tekið þátt í mótmælum. Getty/ Nikolai Petro Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Forsetinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að kveða niður mótmælaölduna sem hefur riðið yfir landið. Lúkasjenkó ýjaði einnig að því í dag að þeir verkamenn sem hafa tekið þátt í mótmælunum yrðu reknir. „Ef verksmiðjan er ekki starfandi skulum við læsa hliðum hennar frá og með mánudegi, bindum enda á þetta,“ hafði rússneska fréttastofan RIA eftir Lúkasjenkó. „Fólk mun róast og við munum ákveða hverjir fá að vinna.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur frá því að niðurstöður forsetakosninga voru birtar. Margir telja að forsetinn hafi beitt kosningasvindli og krefjast mótmælendur þess að nýjar kosningar verði haldnar. Forsetinn hefur alfarið neitað því að kosningasvindli hafi verið beitt. Fjöldi verkamanna úr ríkisreknum verksmiðjum hafa tekið þátt í mótmælunum undanfarnar vikur. Aðal andstæðingur Lúkasjenkó, Svetlana Tsikhanovskaya, sagði í samtali við Reuters í dga að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Tsikhanovskaya flúði til Litháen daginn eftir kosningar og heldur þar til ásamt börnum sínum. Lúkasjenkó sagði í dag, án þess að nefna nokkurn á nafn, að skipuleggjendur mótmælanna „héldu til í nágrannalöndunum“ og nytu pólitísks stuðnings leiðtoga þessara landa. Tveir leiðtogar nýstofnaðs stjórnarandstöðuráðs í Hvíta-Rússlandi voru yfirheyrðir í gær vegna dómsmáls sem hefur verið höfðað vegna þess sem Lúkasjenkó telur vera valdaránstilraun.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Lítur á sig sem táknmynd breytinga Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. 22. ágúst 2020 14:59
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32