Lítur á sig sem táknmynd breytinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 14:59 Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32
Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00