Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 18:45 Kompás ræðir við fjóra Íslendinga sem allir hafa verið í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Stöð 2 Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira