Bað fólk að sýna samstöðu vegna röskunar á skólastarfi Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2020 17:08 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira