Meinað að flytja Navalny til Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 07:12 Lögregluþjónar standa vörð við sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Læknar vilja ekki leyfa fjölskyldu Alexei Navalny að flytja hann til Þýskalands en aðstandendur hans segja yfirvöld í Rússlandi hafa eitrað fyrir honum. Navalny, sem leitt hefur stjórnaranstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann er nú í dái og í alvarlegu ástandi. Læknar segjast vera að berjast fyrir lífi hans. Aðstandendur Navalny krefjast þess að hann verði fluttur til Þýskalands til aðhlynningar, þar sem þau treysta rússneskum læknum og lögreglu ekki, samkvæmt frétt Moscow Times. Sjúkraflugvél frá Þýskalandi er þegar lent í Omsk og segja aðstandendur Navalny að það sé í raun ríkisstjórn Vladimir Pútín, forseta, sem standi í vegi flutnings Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, sagði á Twitter í morgun að eina ástæða þess að ekki verið búið að leyfa flutningana væri til að gefa eitrinu tíma til að hverfa úr líkama hans. Til þess væru yfirvöld að ógna lífi hans. Запрет на транспортировку Навального нужен только для того, чтобы потянуть время и дождаться, пока яд в его организме больше нельзя будет отследить. При этом каждый час промедления создаёт критическую угрозу его жизни— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Í öðru tísti sagði hún ljóst að ríkisstjórnin stæði í veg fyrir flutningunum, þar sem læknar hafi áður sagt hægt að flytja Navalny. Læknar sögðu í gær að Navalny væri í stöðugu ástandi en í dag segja þeir ástand hans ekki nógu stöðugt til að flytja hann til Þýskalands. Ivan Zhadanov, framkvæmdastjóri stofnunar sem Navalny stofnaði gegn spillingu, sagði blaðamönnum að lögreglan hefði sagt eitur hafa fundist í líka Navalny. Það væri hættulegt öðrum í kringum hann en þeir vildu ekki segja hvaða eitur um væri að ræða. Aðstoðaryfirlæknir sjúkrahússins hefur þó haldið því fram að ekkert eitur hafi fundist í líkama Navalny. Yarmysh birti í morgun mynd sem hún segir hafa verið tekna á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þar séu engir læknar, heldur þrír jakkafataklæddir menn sem neita að segja hverjir þeir séu. Это фотография из кабинета главврача омской больницы. В нем сидят три человека в костюмах и масках, то ли из фсб, то ли из ск. Не представляются. Разговаривают с удовольствием на отвлеченные темы, на вопросы об Алексее не отвевают. Врача в кабинете нет pic.twitter.com/vStFtktObl— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57
Þúsundir mótmæla í Moskvu Mótmælendur krefjast frelsis félaga þeirra sem voru handteknir í sumar. 29. september 2019 14:47