Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:21 Stofnendur The One, Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir. Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan. Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan.
Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00