Sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:09 Dómur í málinu féll í dag. Ákærði var sýknaður af öllum ákæruliðum. vísir/vilhelm Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu. Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Ungur maður var í dag sýknaður af því að hafa kysst og káfað á fjórtán ára stúlku árið 2014 af Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var 21 árs gamall þegar atvikið átti sér stað og er hann af dómnum ekki talinn hafa einbeittan brotavilja. Atvikið átti sér stað 25. febrúar árið 2017 þegar stúlkan var aðeins fjórtán ára gömul. Hún og vinkona hennar, sem er af pólskum ættum, sem þá var fimmtán ára gömul höfðu verið að passa heima hjá vinkonunni og höfðu þar áfengi um hönd og að sögn stúlkunnar var hún orðin full. Þegar líða tók á kvöldið hringdi vinkonan í sautján ára pólskan kærasta sinn sem þá var á leiðinni heim frá Reykjavík ásamt 21 árs gömlum frænda sínum sem er pólskur. Strákarnir komu við heima hjá vinkonu stúlkunnar og sóttu þær og fóru þau fjögur saman á rúntinn. Stúlkurnar settust í aftursætið en þeir sátu í framsætum og sat kærasti vinkonunnar við stýrið. Á ákveðnum tímapunkti fóru þau öll út úr bílnum og höfðu sætaskipti þannig að parið sat fram í og stúlkan, sem er kærandi í málinu, og frændinn, ákærði, sátu aftur í. Þá hóf kærustuparið að þrýsta á kæranda og ákærða að kyssast og lagði vinkona stúlkunnar sætisbak sitt niður þannig að hún neyddist til að færa sig yfir í miðjusætið aftur í. Þá kysstust hún og ákærði tungukossi. Þeim greinir á hvort ákærði hafi þá farið með vinstri hönd sína inn fyrir brjóstahaldara hennar og káfað á henni. Vinkona stúlkunnar tók einnig upp myndskeið á farsíma sinn af atlotunum og sendi upptökuna á kæranda. Fyrir tilviljun sá stjúpfaðir hennar myndskeiðið í spjaldtölvu. Í kjölfar þess kærðu stjúpfaðir hennar og móði stúlkunnar málið til lögreglu. Fyrir dómi neitaði ákærði sök og kvað hann að frændi hans og kærasta hans hafi þrýst á hann og kæranda að kyssast en hann hafi ekki viljað það. Þau hafi haldið áfram að eggja ákærða til að kyssa stúlkuna. Þá segir hann að kærandi hafi haft frumkvæði að kossinum. Hann þvertók fyrir að hafa káfað á brjósti hennar og sagðist ekki hafa vitað um aldur hennar. Hann hafi haldið að hún væri jafn gömul eða ári eldri en vinkonan, það er fimmtán ára gömul. Þá kemur fram í dómsuppkvaðningu að þau hafi ekkert talast við í bifreiðinni og hafi ekki sýnt hvoru öðru áhuga fyrr en þau kysstust fyrir áeggjan vina sinna. Miðað við þessar kringumstæður er mat dómsins að hann skuli sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira