Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. mars 2020 19:46 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. stöð 2 Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði