Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 15:00 Heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið tilmæli um að fara ekki til útlanda meðan hættustig er enn í gildi vegna kórónuveirunnar. Tilmælin bera með sér ákveðinn tvískinnung að þeirra mati. vísir/vilhelm Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55