Netið fjölgar gildrunum fyrir konur með þroskahömlun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2020 08:00 Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“ Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Eins og kom fram í Kompás í vikunni eru mörg dæmi um að konur með þroskahömlun leiðist út í vændi. Í vikunni hefur komið fram að um tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar ár hvert og á borði réttindagæslu fatlaðs fólks er á fjórða tug ofbeldismála. Allir viðmælendur eru sammála um að þessi hópur kvenna sé sérstaklega berskjaldaður fyrir ofbeldi og ein besta leiðin til að styrkja þær sé að veita þeim fræðslu og stuðning. María Jónsdóttir, félagsráðgjafi hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, segir fullorðnar konur með þroskahömlun hafa fengið afar litla kynfræðslu þegar þær voru yngri. Þær þurfi sérsniðna, stöðuga og endurtekna fræðslu - sem er myndræn á einföldu máli - svo þær geti tekist á við ýmsar áskoranir. „Þetta er gríðarlega flókinn heimur í dag með tilkomu samfélagsmiðla og nýjum samskiptaformum á netinu. Konurnar ær eru enn þá meira útsettari í dag og við verðum að huga að því hvernig við viljum styrkja þær og styðja til að takast á við þetta samfélag,“ segir hún. María rekur vefinn Leiknir.is ásamt fleirum sem er með fræðsluefni um kynheilbrigði og sérhæfð námskeið fyrir fólk með frávik í þroska. Hún segir aðsóknina ekki nógu góða. „Þær eru ekki að skila sér inn á námskeiðið. Þetta er falinn hópur, þær þekkja ekki hvaða leiðir til að fara að leita sér aðstoðar og þær geta ekki staðið straum af kostnaði við námskeiðið.“ María segir mikilvægt að undirbúa ungar konur með þroskahömlun betur fyrir kynþroskaskeiðið. Undirbúa þurfi ungar konur með þroskahömlun betur undir að vera kynverur. „Við þurfum samstillt átak hvernig við ætlum að gera þetta og með hvaða hætti svo þetta verði þessu fólki að kostnaðarlausu.“
Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Konum með þroskahömlun ekki trúað Konum meðþroskahömlun er oft ekki trúaðþegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. 5. mars 2020 21:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00