Assad kveðst hissa á afstöðu Tyrkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2020 19:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AP Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi. Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Vopnahlé tók gildi í norðvesturhluta Sýrlands í nótt. Átökin á svæðinu höfðu verið afar hörð en sýrlenski stjórnarherinn hefur sótt að Idlib, síðasta stóra vígi uppreisnarmanna. Tyrkir hafa barist við hlið uppreisnarmanna undanfarnar vikur á meðan Rússar eru helstu bandamenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti áttu því maraþonfund í Moskvu í gær þar sem þeir sammældust um vopnahlé og sex kílómetra breitt öryggissvæði. „Á meðan þessu stendur áskilja Tyrkir sér rétt til þess að hefna allra árása Sýrlandsstjórnar af fullum krafti,“ sagði Erdogan þó á blaðamannafundi. Assad tjáði sig um stöðu mála í viðtali við rússneska ríkismiðilinn RTR og sagðist forviða á því hvers vegna Tyrkir styddu ekki Sýrlandsstjórn heldur tækju sér stöðu með uppreisnarmönnum, sem Assad kallaði hryðjuverkamenn. „Vitaskuld álítum við Tyrki bræðraþjóð okkar. Ég spyr Tyrki því: Hvers vegna stofnið þið til átaka við Sýrland? Hvers vegna eru tyrkneskir ríkisborgarar að deyja? Hvað gerðu Sýrlendingar Tyrkjum, fyrir stríð eða á meðan því stendur? Ekkert. Það gerðist ekkert.“ Assad gagnrýndi Tyrki jafnframt fyrir þá ákvörðun að hindra ekki lengur för flóttamanna til Grikklands. Sagði að með því væru Tyrkir að reyna að þvinga Evrópusambandið til að skerast í leikinn í Sýrlandi.
Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira