Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 23:56 Tveir af fjórum meðlimum Bítla hryðjuverkasamtakanna ISIS. Vísir/AP Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. Mennirnir tveir, Alexanda Kotey og Elshafee Elsheikh, voru hluti af fjögurra manna teymi sem kallaðir voru Bítlarnir vegna breska hreimsins og eru þeir grunaðir um að hafa staðið að baki fjölmörgum aftökum sem sumar hverjar hafa ratað á internetið. CNN greinir frá. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, tilkynnti innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, frá ákvörðun Bandaríkjanna í bréfi í dag. „Ég skrifa þetta bréf til þess fullvissa bresk stjórnvöld um að ef þau aðstoða okkur í málaferlum, munu Bandaríkin ekki fara fram á dauðadóm yfir Alexanda Kotey eða El Shafee Elsheikh,“ skrifaði Barr. ISIS Bítlarnir fjórir voru sviptir breskum ríkisborgararétti árið 2015 en þremur árum seinna voru Kotey og Elsheikh handsamaðir. Bresk stjórnvöld vilja ekki rétta yfir þeim þar sem að þeir teljast ekki lengur breskir ríkisborgarar en þeir eru í haldi Bandarískra hersveita í Írak. Bresk stjórnvöld hafa þegar sett Bandaríkjunum það skilyrði að ef mennirnir verði sendir í fangelsið í Guantanamóflóa muni breskt stjórnvöld ekki veita Bandaríkjamönnum öll þau gögn sem óskað verður eftir. Einn af ISIS bítlunum, Jihadi John, lést í loftárás Bandaríkjamanna árið 2015 og hefur hinn fjórði verið handsamaður og er mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum. Bandaríkin Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. Mennirnir tveir, Alexanda Kotey og Elshafee Elsheikh, voru hluti af fjögurra manna teymi sem kallaðir voru Bítlarnir vegna breska hreimsins og eru þeir grunaðir um að hafa staðið að baki fjölmörgum aftökum sem sumar hverjar hafa ratað á internetið. CNN greinir frá. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, tilkynnti innanríkisráðherra Bretlands, Priti Patel, frá ákvörðun Bandaríkjanna í bréfi í dag. „Ég skrifa þetta bréf til þess fullvissa bresk stjórnvöld um að ef þau aðstoða okkur í málaferlum, munu Bandaríkin ekki fara fram á dauðadóm yfir Alexanda Kotey eða El Shafee Elsheikh,“ skrifaði Barr. ISIS Bítlarnir fjórir voru sviptir breskum ríkisborgararétti árið 2015 en þremur árum seinna voru Kotey og Elsheikh handsamaðir. Bresk stjórnvöld vilja ekki rétta yfir þeim þar sem að þeir teljast ekki lengur breskir ríkisborgarar en þeir eru í haldi Bandarískra hersveita í Írak. Bresk stjórnvöld hafa þegar sett Bandaríkjunum það skilyrði að ef mennirnir verði sendir í fangelsið í Guantanamóflóa muni breskt stjórnvöld ekki veita Bandaríkjamönnum öll þau gögn sem óskað verður eftir. Einn af ISIS bítlunum, Jihadi John, lést í loftárás Bandaríkjamanna árið 2015 og hefur hinn fjórði verið handsamaður og er mál hans fyrir tyrkneskum dómstólum.
Bandaríkin Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira