Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 20:55 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira