Svartur dagur Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:25 Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar