Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. ágúst 2020 20:15 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2 Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. Í tilkynningu til kauphallar í gærkvöldi kom fram að fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group, sem átti að fara fram nú í ágúst, yrði frestað fram í september. Er það háð samþykki hluthafa um framlengda heimild til hlutafjáraukningar. „Þetta kemur ekkert sérstaklega á óvart, það eru margir hagsmunaaðilar á markaði. Þetta snerist ekki bara um kjarasamningana, það eru hinir ýmsu kröfuhafar, Boeing og svo framvegis. Þetta er stórt og mikið verkefni svo þetta kemur ekki svo mikið á óvart,“ segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital. Í vor var stefnt að því að safna hátt í þrjátíu milljörðum í nýtt hlutafé. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar í gær er aftur á móti nú miðað við 20 milljarða, auk þess sem stjórn verður heimilt að auka hlutafé enn frekar um allt að þrjá milljarða til viðbótar, komi til umframeftirspurnar í hlutafjárútboðinu. „Mögulega hefur reksturinn gengið aðeins betur, eða þá þeir meta eftirspurnina mögulega minni. Sumarið var gott svo að kannski hafa þeir endurmetið þetta og reksturinn hefur gengið betur en rekstraráætlun.“ Félagið stefnir að því að selja nýja hluti í útboði á genginu ein króna á hlut, en það kemur til með að rýra verulega virði hluta núverandi hluthafa. „Það er lægsta mögulega gengi, það kom ekkert rosalega á óvart, það var mjög hæpið að útboðsgengi yrði hærra en 2,5. Það er náttúrulega gríðarleg áhætta og gríðarleg óvissa og til þess að fá fjárfesta að í svona mikla áhættufjárfestingu þá vilja þeir hafa gengið mjög lágt til að fá sem flesta,“ segir Snorri.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33