„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 16:58 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hvetja alla til þess að fara eftir tveggja metra reglunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. Í reglugerð sem gefin var út er aðeins kveðið á um skyldu rekstraraðila og vinnuveitenda til þess að tryggja það að fólk geti viðhaldið fjarlægðarmörkum. Þannig telur Þórólfur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hafi ekki gerst brotleg við sóttvarnalög þegar hún hitti vinkonur sínar síðustu helgi. Hún hafi ekki fylgt umræddum leiðbeiningum en líkt og áður sagði: „Það er ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga til að fara eftir tveggja metra reglunni,“ segir Þórólfur sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir ákveðið misræmi vera í orðalagi hvað varðar tveggja metra regluna í þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út. Það geti valdið misskilningi og það þurfi að samræma og laga. Mörg grá svæði séu til staðar þegar kemur að því að viðhalda fjarlægðarmörkum og hefur hann kosið að orða það svo að óskyldir og ótengdir einstaklingar eigi að fara eftir tveggja metra reglunni. „Ráðherra hefur ekki farið eftir þessum leiðbeiningum en hann hefur ekki brotið reglugerðina.“ Hann segir því val hvers og eins hvenær og þá hvort þeir viðhaldi tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra. Fólk eigi að geta dæmt um það hvenær það sé best að viðhalda fjarlægðarmörkum með tilliti til þess hversu tengdir þeir eru viðkomandi. „Það eru kannski vinir, vandamenn, vinnufélagar til dæmis. Á vinnustöðum þarf vinnuveitandi að tryggja þessa tveggja metra reglu og tryggja að fólk geti viðhaft þessa tveggja metra reglu. Síðan er það einstaklinganna að ákveða hvort þeir ætli að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir Þórólfur, sem hvetur þó langflesta til þess að fara eftir tveggja metra reglunni ef mögulegt er. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórólf.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30 Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. 17. ágúst 2020 18:30
Segir myndina hafa verið óþarfa: „Við hefðum ekki átt að taka hana“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa talið að sér og vinkonum sínum væri heimilt að sitja við sama borð og vera innan við tvo metra hvor frá annarri þegar þær eyddu síðastliðnum laugardegi saman. 17. ágúst 2020 21:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent