„Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. febrúar 2020 07:06 Eldurinn kom upp í Vélsmiðjunni Hamar. Önnur fyrirtæki í húsinu sluppu að mestu. Vísir/Jóhann K. Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu. Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið enn verr þegar mikil eldur kom upp í Vélsmiðjunni Hamri við Vesturvör í Kópavogi, upp úr klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn á frívakt voru kallaðir út. Þegar fyrstu bílar mættu á vettvang stóðu eldtungur upp úr þaki hússins. Í iðnaðarhúsinu að Vesturvör 36 eru nokkur fyrirtæki. Meðal annars Sælgætisgerðin Freyja, bátasmiðjan Rafnar og Vélsmiðjan Hamar en hjá því fyrirtæki virðist eldurinn hafa komið upp. Sérsveit ríkislögreglustjóra notaði dróna á vettvangi til þess að sjá hvar hitinn og eldurinn í byggingunni var mestur.Vísir/Jóhann K. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði á vettvangi Slökkvilið fékk tilkynningu um eldinn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang og tilkynnti öryggisfyrirtæki um að eldur logaði í húsinu. Mikil eldur var í þaki hússins þegar að var komið og komu slökkviliðsmenn í veg fyrir að eldurinn mundi breiðast frekar út. Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra komu einnig á vettvang með dróna og mynduðu bygginguna úr lofti, en með sérstakri hitamyndavél var hægt að sjá hvar hitinn og eldurinn var mestur í byggingunni. Kári Pálsson, eigandi Vélsmiðjunnar Hamars, ræðir hér við Vernharð Guðnason, deildarstjóra aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi í nótt.Vísir/Jóhann K. Hjarta Vélsmiðjunnar Hamars brennur Vélsmiðjan Hamar, þar sem eldurinn var, hefur verið starfandi frá árslokum 1998. Kári Pálsson, eigandi fyrirtækisins var á vettvangi brunans í nótt og í samtali við fréttastofu sagði hann að það væri mikið áfall að horfa á hjarta fyrirtækisins brenna. „Hjartað í fyrirtækinu er bara farið,“ sagði Kári og bæti við að strax í nótt hafi hafist vinna við að finna aðra starfstöð á svæðinu. Þar hafi önnur fyrirtæki verið boðin og búin til þess að hjálpa. Vélsmiðjan Hamar er með fimm stafsstöðvar og þjónustuverkstæði á Hafnarfirði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og í Kópavogi en þar er stærsta starfstöðin. Að sögn Kára starfa þar um 60 manns. Hann sagði að fyrirtækið sé tryggt en mesta mildi væri þó að enginn hefði slasast. Vernharð Guðnason, deildarstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á vettvangi brunans í nótt.Vísir/Friðrik Eldveggir í húsinu héldu og komu í veg fyrir frekara tjón Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðarsvið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem stýrði aðgerðum á vettvangi ásamt varðstjórum, segir að eldurinn hafi verið mestur í norðurhluta byggingarinnar. Tekist hafi að verja Sælgætisgerðina Freyja frá eldi og reyk en að reykur hafi borist inn í bátasmiðju Rafnar. Eldveggir hússins hafi haldið. Slökkviliðsmenn rufu gat á þak byggingarinnar til þess að komast að eldinum og á sjötta tímanum hafði allur eldur verið slökktur og vinna hafi verið hafin við að reykræsta bygginguna. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu en fulltrúar frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang til rannsóknar. Slökkviliði tókst að halda eldi og reyk frá Sælgætisverksmiðjunni Freyju. Veitur tóku rafmagn af svæðinu til þess að koma í veg fyrir hættu.
Kópavogur Lögreglumál Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Allt tiltækt slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsi við Vesturvör í Kópavogi. Lögregla hefur lokað nærliggjandi götum. 21. febrúar 2020 04:37